Enski boltinn

Óska eftir því að Wolves fari í félagsskiptabann

Sporting Lissabon hefur kallað eftir því að Wolves þurfi að greiða félaginu 54,7 milljónir punda fyrir Rui Patrício, portúgalska landsliðsmarkvörðinn ásamt því að honum verði bannað að spila næstu sex mánuðina og Úlfunum bannað að kaupa leikmenn næstu tvo félagsskiptaglugga.

Patrício fyrir leik Portúgals og Úrúgvæ í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi. Fréttablaðið/Getty

Sporting Lissabon hefur kallað eftir því að Wolves þurfi að greiða félaginu 54,7 milljónir punda fyrir Rui Patrício, portúgalska landsliðsmarkvörðinn.

Þá krefjast þeir að Patrício verði bannað að spila næstu sex mánuðina og Úlfunum bannað að kaupa leikmenn næstu tvo félagsskiptaglugga.

Sendi Sporting inn formlega beiðni um það til FIFA í dag sem þeir voru tilbúnir að falla frá ef Wolves væri tilbúið að semja um kaupverð á Patrício.

Patrício skrifaði undir hjá Úlfunum á dögunum en hann rifti samningi sínum í Portúgal fyrr í sumar og þurfti enska félagið því ekki að greiða kaupverð fyrir markvörðinn. 

Voru forráðamenn Wolves tilbúnir að greiða 18 milljónir punda fyrir Patrício en portúgalska félagið neitaði því sem leiddi til þess að hann óskaði eftir því að samningi sínum yrði rift.

Krafðist Patrício, líkt og liðsfélagar hans hjá Sporting, lausnar frá félaginu eftir að stuðningsmenn réðust á leikmenn en hann skrifaði tveimur vikum síðar undir hjá enska félaginu sem komst upp í úrvalsdeildina í vor.

Umboðsmaður Patrício er Jorge Mendes sem að sögn forseta Sporting krafðist að fá stóran hluta kaupverðsins til sín en Sporting neitaði því. Hafa skjólstæðingar Mendes fjölmennt til Wolves enda er hann sérstakur ráðgjafi og umboðsmaður eiganda félagsins.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

KSÍ opnar ormagryfju með ákvörðun sinni

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Auglýsing