Sport

Ósigraður en samt rekinn

Spánverjar eru þjálfaralausir tveimur dögum fyrir fyrsta leik þeirra á HM. Julen Lopetegui, fráfarandi þjálfari, tapaði ekki leik í starfi landsliðsþjálfara.

Lopetegui segir Jordi Alba til. Fréttablaðið/Getty

Spænska knattspyrnusambandið rak í dag Julen Lopetegui úr starfi landsliðsþjálfara, þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Spánar á HM.

Í gær var staðfest að Lopetegui myndi taka við Real Madrid að heimsmeistaramótinu loknu.

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, sagði í dag að sambandið hefði neyðst til að reka Lopetegui. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og Real Madrid í tengslum við ráðningu hans.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016 og óhætt er að segja að árangurinn undir hans stjórn hafi verið frábær.

Spánverjar voru ósigraðir í 20 leikjum undir stjórn Lopeteguis. Fjórtán leikir unnust og sex enduðu með jafntefli. Markatalan var 61-13.

Spænska liðið er talið líklegt til afreka á HM en spurning er hvaða áhrif þessar nýjustu vendingar hafa á Spánverja.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Spáni eru Fernando Hierro og Albert Celades, þjálfari U-21 árs liðs Spánverja og aðstoðarmaður Lopeteguis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hann­es: Töp­um van­a­leg­a ekki á heim­a­vell­i

Fótbolti

Rúnar Már: Slæmir kaflar í upphafi hálfleikjanna

Fótbolti

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Auglýsing

Nýjast

Gylfi Þór: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Ragg­i Sig: „Áttum meir­a skil­ið“

„Ísland gerði okkur afar erfitt fyrir í kvöld“

Al­freð: „Svekkj­and­i að við byrj­uð­um ekki fyrr“

Hamrén: Erum í þessu til að vinna leiki

Freyr: „Þetta tekur tíma“

Auglýsing