HM 2018 í Rússlandi

Ósigraður en samt rekinn

Spánverjar eru þjálfaralausir tveimur dögum fyrir fyrsta leik þeirra á HM. Julen Lopetegui, fráfarandi þjálfari, tapaði ekki leik í starfi landsliðsþjálfara.

Lopetegui segir Jordi Alba til. Fréttablaðið/Getty

Spænska knattspyrnusambandið rak í dag Julen Lopetegui úr starfi landsliðsþjálfara, þegar aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Spánar á HM.

Í gær var staðfest að Lopetegui myndi taka við Real Madrid að heimsmeistaramótinu loknu.

Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, sagði í dag að sambandið hefði neyðst til að reka Lopetegui. Forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins voru afar ósáttir við vinnubrögð Lopeteguis og Real Madrid í tengslum við ráðningu hans.

Lopetegui tók við spænska liðinu eftir EM 2016 og óhætt er að segja að árangurinn undir hans stjórn hafi verið frábær.

Spánverjar voru ósigraðir í 20 leikjum undir stjórn Lopeteguis. Fjórtán leikir unnust og sex enduðu með jafntefli. Markatalan var 61-13.

Spænska liðið er talið líklegt til afreka á HM en spurning er hvaða áhrif þessar nýjustu vendingar hafa á Spánverja.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastarfið hjá Spáni eru Fernando Hierro og Albert Celades, þjálfari U-21 árs liðs Spánverja og aðstoðarmaður Lopeteguis.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing