Í færslu sem Giovinazzi birti á samfélagsmiðlum segir hann tilfinningu, hæfileika, bíla, áhættu og hraða einkenna Formúlu 1. ,,En þegar peningar ráða för getu íþróttin verið miskunnarlaus."

Giovinazzi hefur verið á mála hjá Alfa Romeo síðan tímabilið 2018 er hann hóf störf sem þróunarökuþór en hefur keppt fyrir liðið síðan árið 2019 og hefur þar ekið við hlið Kimi Raikonnen.

Árangur Ítalans á tímabilinu hefur verið dræmur, hann situr í 18. sæti af tuttugu og hefur í heildina skilað liðinu 19 stigum á tíma sínum sem ökuþór.

Ekki bara hæfileikar sem Alfa Romeo var á eftir

Guanyu Zhou tekur nú skrefið upp úr Formúlu 2 yfir í Formúlu 1 þar sem hann mun aka við hlið Valtteri Bottas. Alfa Romeo mætir því með glænýtt teymi á næsta tímabili.

,,Það er sönn ánægja að geta boðið Guanyu Zhou velkominn til Alfa Romeo. Hann er mjög hæfileikaríkur eins og úrslit hans í Formúlu 2 hafa sýnt og við hlökkum til að sjá hann þróast í Formúlu 1," sagði Frédéric Vasseur, liðsstjóri Alfa Romeo.

Frédéric Vasseur, liðsstjóri Alfa Romeo í F1
GettyImages

En það eru ekki einungis hæfileikar sem koma Zhou á þennan stað í Formúlu 1.

Samkvæmt heimildum motorsport.com er stuðningur kínverskra fjárfesta talinn hafa auðvelda leið Zhou að sætinu. Þetta gefur Alda Romeo sem bílaframleiðanda og Formúlu 1 liði tækifæri til þess að stækka markað sinn í Asíu.

Þá bætist það við að frá og með næsta tímabili verður Kína kappaksturinn aftur á dagskrá á Formúlu 1 tímabilinu en búið er að ganga frá samningi þess efnis að keppt verði í Kína að minnsta kosti til loka árs 2025.

,,Það eru allir spenntir fyrir þessi. Við vitum að allir eru að reyna koma á laggirnar viðskiptatengslum við Kína og þetta er besta leiðin til þess að gera það," sagði Frédéric Vasseur, liðsstjóri Alfa Romeo í samtali við motorsport.com

Guanyu Zhou, ökuþór Alfa Romeo í Formúlu 1 á næsta tímabili
GettyImages