Sjö­faldi heims­meistarinn í For­múlu 1, Bretinn Sir Lewis Hamilton segir að ekkert muni koma í veg fyrir að hann tjái hug sín og skoðanir varðandi stöðuna víðs vegar í heiminum þar sem mann­réttindi eru fótum troðin. Ekki einu sinni ný­leg reglu­breyting FIA varðandi pólitískar yfir­lýsingar.

Al­þjóða akstur­s­í­þrótta­sam­bandið hefur hert reglu­verk sitt í tenglum við pólitískar yfir­lýsingar og nú þurfa öku­menn að skila inn skrif­legri beiðni til sam­bandsins og fá leyfi fyrir því að vera með pólitíska yfir­lýsingu, af hvaða tagi sem er, á keppnis­helgum.

Þessi reglu­breyting hefur skiljan­lega ekki fallið vel í kramið hjá öku­mönnum í For­múlu 1 sem hafa margir hverjir nýtt sér það svið sem þær eru á, og nær um allan heim, til þess að benda á það sem betur mætti fara á ýmsum sviðum.

„Ég fylgdist lítið með fréttum yfir vetrar­fríið en ég frétti af þessu,“ sagði Hamilton á blaða­manna­fundi eftir að Mercedes frum­sýndi bíl sinn fyrir komandi tíma­bil í gær.

„Þetta kemur mér ekki á ó­vart, en ekkert mun þagga niður í mér og koma í veg fyrir að ég tjái mig um þau mál­efni sem ég brenn fyrir og vanda­málin sem eru til staðar.

Ég tel að í­þróttin hafi hlut­verki að gegna í þessum málum og beri skylda til að láta í sér heyra í mikil­vægum mál­efnum, sér í lagi þar sem við erum að ferðast um allan heim í For­múlu 1.“

Þessi reglu­breyting hjá FIA hafi því ekkert að segja í hans til­felli.

„Það breytist ekkert hjá mér,“ sagði Hamilton sem gæti, líkt og aðrir öku­menn sem verða með pólitískar yfir­lýsingar án leyfist FIA, átt yfir höfði sér refsingu fyrir slíkt.

„Það væri aula­legt af mér að segja að ég sé til­búinn til þess að taka refsingu á mig fyrir það eytt að tjá mig um á­kveðin mál­efni.

Ég ætla mér samt sem áður að gera það, það er margt sem þarf að eiga við.“

Allir öku­menn For­múlu 1 væru á sömu línu hvað tjáningar­frelsið varðar.

Fyrstu tvær keppnis­helgar komandi keppnis­tímabils fara fram í Bar­ein og Sádi-Arabíu og þar gætum strax fengið fyrstu vís­bendingar hvernig málin þróast ef FIA heldur reglu­breytingu sinni til streitu.