Kasper Sch­meichel, mark­vörður Dana, segir að hann og fyrir­liði liðsins, Simon Kjær, hafi rætt sím­leiðis við Christian Erik­sen eftir að Erik­sen fór í hjarta­stopp í leiknum gegn Finnum á Parken á laugar­dag.

Snör við­brögð sjúkra­t­eymis, leik­manna og dómara skiptu sköpum og eru þau talin hafa bjargað lífi leik­mannsins.

Það vakti at­hygli margra að leik­menn hafi spilað leikinn til enda eftir hið ó­hugnan­lega at­vik á laugar­dag. Í sam­tali við danska fjöl­miðla í morgun sagði Sch­meichel að hann og Kjær hafi rætt sím­leiðis við Erik­sen í vallar­göngunum á meðan heims­byggðin beið eftir fréttum af líðan hans.

Komið hefur fram að leik­menn Dana hafi á­kveðið að spila leikinn til enda þegar þeir voru komnir með full­vissu þess efnis að Erik­sen væri í lagi.

Sch­meichel viður­kennir þó að það hafi verið ó­þægi­legt að UEFA hafi sett Dani í þá stöðu að velja hvort þeir vildu fresta leiknum til sunnu­dags eða ljúka honum. Vill hann meina að leik­menn hafi ekki verið í réttu jafn­vægi til að taka slíka á­kvörðun. „Ég var settur í stöðu sem mér finnst ó­sann­gjörn,“ segir Sch­meichel.

Svo fór að leikurinn var spilaður til enda og lauk honum með ó­væntum 1:0 sigri Finna.

Erik­sen dvelur enn á Ríkis­spítalanum í Kaup­manna­höfn þar sem hann gengst undir rann­sóknir.