Íslenska karlalandsliðið í íshokkí vann 9:4 á Kyrgyzstan í fyrsta leik liðsins í undankeppni Ólympíuleikanna 2022 í dag.

Íslenska liðið er mætt til Rúmeníu þar sem annað stig undankeppninnar fer fram og er Ísland í riðli með Rúmeníu, Ísrael og Kyrgyzstan.

Ísland komst 2-0 yfir í fyrsta leikhluta og leiddi 4-2 eftir tvo leikhluta áður en flóðgáttirnar opnuðust hjá andstæðingum Íslendinga.

Þeir mæta Ísrael á morgun og ljúka riðlakeppninni gegn heimamönnum í Rúmeníu á sunnudaginn.