Framherjinn Orri Steinn Óskarsson skoraði eitt marka FC København þegar liðið lagði Helsingör að velli með þremur mörkum gegn tveimur í æfingaleik sem fram fór á Parken í Kaupmannahöfn í dag.
Orri Steinn kom inna sem varamaður í hálfelik ásamt Hákoni Arnari Haraldssyni. Það var einmitt Hákon Arnar sem átti stoðsendinguna í marki Orra Steins.
Þetta er annað mark Orra Steins fyrir aðallið FC København en hann skoraði í frumraun sinni fyrir aðalliðið á dögunum. Orri Steinn hefur þar af leiðandi skorað tvö mörk í tveimur leikjum fyrir danska liðið.
Ísak Bergmann Jóhannesson lagði svo upp þriðja mark FC København í leiknum en hann spilaði allan leikinn. Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi FC København í leiknum.
Vetrafrí er í dönsku úrvalsdeildinni þessa stundina en keppni hefst aftur 18. febrúar.
FC København situr í öðru sæti deildarinnar í hléinu en liðið er tveimur stigum á eftir Elías Rafni Ólafssyni og samherjum hans hjá Midtjylland.
David Khocholava, Orri Óskarsson og et selvmål sikrede en ny sejr i 2022. Se højdepunkterne fra opgøret mod topholdet fra den næstbedste række her 👇🏼 #fcklive #sldk https://t.co/SqbEVQf1wk
— F.C. København (@FCKobenhavn) January 24, 2022