Orri Freyr Gíslason sem verið hefur fyrirliði karlaliðs Vals í handbolta undanfarin ár hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna og er því hættur handknattleiksiðkun.

Orri Freyr sem er Valsari í húð og hár hefur unnið til fjölda titla með Valsliðinu á sínum ferli. Hann lék um tíma í dönsku úrvalsdeildinni með Viborg en hefur leikið allan sinn feril á Íslandi með Val.

Þá var Orri Freyr valinn íþróttamaður Vals árið 2017 eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með liðinu og farið alla leið í undanúrslit í Challenge Cup.