Unglingalandsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Orri Hrafn Kjartansson, hefur samið við uppeldisfélag sitt Fylki.

Orri Hrafn sleit barnsskónum hjá Árbæjarliðinu en samdi svo við hollenska félagið Heerenveen árið 2018.

Þar hefur hann leikið með unglingaliðum félagsins en Orri Hrafn fékk tækifæri með aðalliði Heerenveen í æfingaleik fyrr í sumar.

Þessi efnileg miðvallarleikmaður hefur skorað þrjú mörk í 21 leik með U-16, U-17, U-18 og U-19 ára landsliðum Íslands.

Fylkir hefur komið liða mest á óvart á Íslandsmótinu í sumar en liðið situr í öðru sæti deildarinnar með 22 stig og er sex stigum á eftir Val sem situr í toppsætinu.

Næsti leikur Fylkis í deildinni er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri sunnudaginn 13. september og verður Orri Hrafn sem samdi við Fylki til ársins 2023 í dag löglegur í þeim leik.