El­ver­um, sem er ríkjandi meistari í handbolta karla, hefur samið við hornamanninn Orra Frey Þorkelsson en hann gengur til liðs við félagið frá Haukum í sumar.

Þetta tilkynnti Elverum á twitter-síðu félagins í dag. Orri Freyr hef­ur skorað rúmlega sex mörk að meðaltali fyr­ir Hauka í þeim 15 leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið á yfirstandandi leiktíð.

Orri Freyr lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun nóvember á síðasta þegar gegn hann lék með íslenska liðinu gegn Litáum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni.