Eftir tap Íslands gegn Frakklandi í kvöld er ljóst að Ísland er úr leik á HM í handbolta og lýkur keppni eftir milliriðlana sem klárast um helgina.

Eftir tap gegn Sviss á miðvikudaginn var ljóst að allt annað en sigur í kvöld myndi þýða að Strákarnir okkar væru á heimleið á sunnudaginn.

Ísland lék frábærlega í dag en það dugði ekki til gegn ógnarsterku liði Frakka sem náðu með 8-4 kafla undir lok leiksins að landa sigrinum.

Það verður því ekkert undir annað en stoltið þegar Strákarnir okkar mæta Noregi á sunnudaginn en norska liðið gæti verið í hreinum úrslitaleik upp á sæti í átta liða úrslitunum.