Schalke er eftir leikinn í þriðja sæti með 19 stig eftir tíu leiki og virðist ætla að berjast um sæti í efstu deild. Schalke sem er sögufrægt félag féll úr deild þeirra bestu síðasta vor.

Guðlaugur Victor hefur verið í fréttum síðustu daga eftir að hann yfirgaf herbúðir íslenska landsliðsins.

Guðlaugur var í landsliðshópi Íslands á dögunum fyrir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein. Miðjumaðurinn lék gegn Armenum en dró sig svo úr hópnum fyrir leikinn gegn Liechtenstein.

Guðlaugur vildi einbeita sér að verkefni Schalke í kvöld og bar það árangur fyrir hann og félagið.

,,Hann taldi fyrir sjálfan sig vera mikilvægara að fara til baka til Schalke frekar en að vera áfram með hópnum fyrir þennan leik. Hvernig brást ég við? Ég sagði að við vildum halda honum, þetta er landsliðsverkefni. Við eigum rétt á leikmönnum, félögin geta ekki þvingað okkur til að skila leikmanni. Ég lét hann vita, við vorum ekki að sleppa honum," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari þegar Guðlaugur fór heim úr verkefninu.