Handbolti

Lið Þóris komst með naumindum í milliriðilinn

Norska kvennalandslið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar komst haltrandi inn í milliriðlana á Evrópumótinu í handbolta en þær eru án stiga í milliriðlinum og er staðan því ansi erfið fyrir eitt sterkasta lið heims.

Þórir gefur skipanir inn á völlinn Fréttablaðið/Getty

Riðlakeppni á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem fram fer í Frakklandi þessa dagana lauk með keppni í C- og D-riðlum keppninnar í gærkvöldi.

Þar með er ljóst hvaða 12 lið komust í tvo milliriðla mótsins og hversu mörg stig liðin taka með sér þangað. 

Áður var ljóst að Rússlandi færi með fjögur stig í milliriðil 1 og Serbía, Frakkland, Svíþjóð og Danmörk myndu fylgja Rússum þangað með tvö stig hvert lið. 

Makedónía hefur svo leik þar án stiga.

Holland fór taplaust í gegnum C-riðilinn, en liðið tryggði sér toppsætið í riðlum og fjögur stig í milliriðil 2 með sannfærandi 34-23 sigri gegn Króatíu í lokaumferð C-riðilsins í gærkvöldi. 

Ungverjaland vann öruggan 32-24 sigur þegar liðið mætti Spáni og hefur þess vegna leik með tvö stig í milliriðli 2, en Spánverjar fylgja þeim þangað án stiga. Holland heldur hins vegar í milliriðil 2 með fjögur stig.

Þýskaland tryggði sér svo sæti í milliriðli 2 með 30-28 sigri á Tékklandi sem sat eftir með sárt ennið úr D-riðlinum. 

Rúmenía vann sannfærandi sigur 31-23 gegn lærimeyjum Þóris Hergeirssonar hjá Noregi sem eru ríkjandi Evrópumeistarar.

Yuliya Dumanska reyndist norska liðinu óþægur ljár í þúfu í rúmenska markinu í þeim leik. Þrátt fyrir tapið kemst Noregur í milliriðil en fer þangað án stiga á meðan Rúmenía fer þangað með fjögur stig og Þýskaland tekur með sér tvö stig.

Keppni í milliriðlum hefst í dag með leikjum Danmerkur og Frakklands og Svíþjóðar og Svartfjallalands í milliriðli 1. Byrjað verður að spila í milliriðli 2 á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar minntu hressilega á sig

Handbolti

Stórsigur kom Íslandi í umspil

Handbolti

Fylkir fær nýjan samstarfsaðila

Auglýsing

Nýjast

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Sterling þótti bera af í nóvember

Auglýsing