Handbolti

Lið Þóris komst með naumindum í milliriðilinn

Norska kvennalandslið í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar komst haltrandi inn í milliriðlana á Evrópumótinu í handbolta en þær eru án stiga í milliriðlinum og er staðan því ansi erfið fyrir eitt sterkasta lið heims.

Þórir gefur skipanir inn á völlinn Fréttablaðið/Getty

Riðlakeppni á Evrópumótinu í handbolta kvenna sem fram fer í Frakklandi þessa dagana lauk með keppni í C- og D-riðlum keppninnar í gærkvöldi.

Þar með er ljóst hvaða 12 lið komust í tvo milliriðla mótsins og hversu mörg stig liðin taka með sér þangað. 

Áður var ljóst að Rússlandi færi með fjögur stig í milliriðil 1 og Serbía, Frakkland, Svíþjóð og Danmörk myndu fylgja Rússum þangað með tvö stig hvert lið. 

Makedónía hefur svo leik þar án stiga.

Holland fór taplaust í gegnum C-riðilinn, en liðið tryggði sér toppsætið í riðlum og fjögur stig í milliriðil 2 með sannfærandi 34-23 sigri gegn Króatíu í lokaumferð C-riðilsins í gærkvöldi. 

Ungverjaland vann öruggan 32-24 sigur þegar liðið mætti Spáni og hefur þess vegna leik með tvö stig í milliriðli 2, en Spánverjar fylgja þeim þangað án stiga. Holland heldur hins vegar í milliriðil 2 með fjögur stig.

Þýskaland tryggði sér svo sæti í milliriðli 2 með 30-28 sigri á Tékklandi sem sat eftir með sárt ennið úr D-riðlinum. 

Rúmenía vann sannfærandi sigur 31-23 gegn lærimeyjum Þóris Hergeirssonar hjá Noregi sem eru ríkjandi Evrópumeistarar.

Yuliya Dumanska reyndist norska liðinu óþægur ljár í þúfu í rúmenska markinu í þeim leik. Þrátt fyrir tapið kemst Noregur í milliriðil en fer þangað án stiga á meðan Rúmenía fer þangað með fjögur stig og Þýskaland tekur með sér tvö stig.

Keppni í milliriðlum hefst í dag með leikjum Danmerkur og Frakklands og Svíþjóðar og Svartfjallalands í milliriðli 1. Byrjað verður að spila í milliriðli 2 á morgun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Newcastle að bæta við leikmönnum

Handbolti

Segja að Albert sé að íhuga framtíð sína hjá Fylki

Handbolti

De Jong að semja við Barcelona

Auglýsing

Nýjast

Fundarhöld um framtíð Sarri

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Auglýsing