Liverpool mun ekki selja Divock Origi í sumar þrátt fyrir að hann eigi aðeins eitt ár eftir af samningi sínum.

Belginn varð óvænt hetja Liverpool undir lok tímabilsins með mörkum gegn Barcelona í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og gegn Tottenham í úrslitaleiknum.

Origi á eitt ár eftir af samningi sínum á Anfield og eru forráðamenn Liverpool vongóðir um að hann muni skrifa undir nýjan samning á næstunni.

Ef það tekst ekki mun Origi leika út samninginn á Anfield en honum stóð til boða að yfirgefa félagið síðasta sumar þegar hann hafnaði meðal annars tilboði um ganga til liðs við Wolves.