Mick Schumacher, vara­öku­­maður Mercedes og McLaren í For­múlu 1 er orðaður við öku­­manns­­sæti hjá liði Audi og Sauber Group sem mætir til leiks í For­múlu 1 árið 2026.

Í ágúst á síðasta ári var greint frá því að þýski bíla­­fram­­leiðandinn Audi ætli sér að vera með í For­múlu 1 frá árinu 2026. Liðið mun taka höndum saman með Sauber Group og senda inn lið það tíma­bilið en á sama tíma tekur gildi ný reglu­­gerð í móta­röðinni.

Nú þegar eru farnar af stað vanga­veltur um það hvaða öku­­menn gætu myndað öku­mann­­steymi liðsins og hefur nafn Mick Schumacher, sem er sonur For­múlu 1 goð­­sagnarinnar Michael Schumacher borið á góma.

Mick gegnir nú hlut­­verki vara­öku­­manns Mercedes og McLaren en hann á að baki tvö keppnis­­tíma­bil í For­múlu 1 sem liðs­­maður Haas.

Audi mun fljót­­lega vilja ráða inn öku­­menn í sitt lið, öku­­menn sem geta verið liðinu innan handar í þróun bíls fyrir 2026 tíma­bilið. Fram­­kvæmda­­stjóri For­múlu 1 verk­efnis Audi segir, í sam­tali
við Der Spi­egel, að engar við­ræður hafa átt sér stað milli liðsins og Mick Schumacher, hins vegar heilli það alltaf að vera með þýska öku­­menn á mála hjá þýsku liði.

For­múla 1 mun frá tíma­bilinu 2026 taka í notkun nýjar vélar með á­herslu á sjálf­bærni og hag­­kvæmari fram­­tíð, móta­röðin er í eigu Liber­ty Media sem hefur það mark­mið að gera For­múlu 1 kol­efnis­hlut­­lausa árið 2030.

Helst ber kannski að nefna að bílarnir munu ekki brenna neinu nýju jarð­efna­elds­neyti. For­múla 1 í sam­starfi við Aramco hefur staðið fyrir veiga­­miklum og ítar­­legum rann­­sóknum undan­farið og af­rakstur þess er full­kom­­lega sjálf­bært elds­neyti.