Enski boltinn

Orðaður við stærstu lið Evrópu en endaði hjá Fulham

Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins eru kaup Fulham á Jean Michaël Seri frá Nice. Hann var orðaður við lið á borð við Barcelona.

Seri í leik með Nice á síðasta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Fulham hefur gengið frá kaupum á Jean Michaël Seri, 26 ára gömlum miðjumanni frá Nice.

Seri vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Nice á þarsíðasta tímabili og var orðaður við ýmis stórlið, þ.á.m. Barcelona og Arsenal. Hann endaði hins vegar hjá nýliðum Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Talið er að Fulham hafi greitt Nice 18 milljónir punda fyrir Fílbeinsstrendinginn sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Seri skrifaði undir fjögurra ára samning við Fulham.

Seri lék með Pacos de Ferreira í Portúgal á árunum 2013-15, áður en hann var keyptur til Nice þar sem hann lék 121 leik og skoraði 11 mörk.

Seri hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark fyrir Fílabeinsströndina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing