Enski boltinn

Orðaður við stærstu lið Evrópu en endaði hjá Fulham

Ein óvæntustu félagaskipti sumarsins eru kaup Fulham á Jean Michaël Seri frá Nice. Hann var orðaður við lið á borð við Barcelona.

Seri í leik með Nice á síðasta tímabili. Fréttablaðið/Getty

Fulham hefur gengið frá kaupum á Jean Michaël Seri, 26 ára gömlum miðjumanni frá Nice.

Seri vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Nice á þarsíðasta tímabili og var orðaður við ýmis stórlið, þ.á.m. Barcelona og Arsenal. Hann endaði hins vegar hjá nýliðum Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Talið er að Fulham hafi greitt Nice 18 milljónir punda fyrir Fílbeinsstrendinginn sem er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Seri skrifaði undir fjögurra ára samning við Fulham.

Seri lék með Pacos de Ferreira í Portúgal á árunum 2013-15, áður en hann var keyptur til Nice þar sem hann lék 121 leik og skoraði 11 mörk.

Seri hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark fyrir Fílabeinsströndina.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Enski boltinn

Bráð­fjörugt jafn­tefli í Suður­strandarslagnum

Enski boltinn

Hazard blómstrar í frelsinu undir stjórn Sarri

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Mourinho ósáttur að þurfa að leika á gervigrasi í Sviss

Auglýsing