Íslenski boltinn

Þór/KA tyllti sér á topp deildarinnar

Þór/KA skaust upp á topp Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu með 3-1 sigri sínum gegn Stjörnunni í níundu umferð deildarinnar í kvöld. ÍBV vann svo góðan 1-0 sigur þegar liðið mætti Selfossi.

Leikmenn Þórs/KA fagna einu af þremur mörkum sínum gegn Stjörnunni í kvöld. Fréttablaðið/Auðunn

Það voru Ariana Catrina Calderon, Anna Rakel Pétursdóttir og Sandra María Jessen sem skoruðu mörk Þórs/KA í leiknum. Sandra María hefur þar með jafnað Elínu Mettu Jensen, leikmann Vals, á toppi listans yfir markahæstu leikmenn deidarinnar, en þær hafa hvor um sig skorað níu mörk í deildinni í sumar. 

Anna María Baldursdóttir lagaði aftur á móti stöðuna fyrir Stjörnuna með marki sínu þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. 

Þór/KA er á toppi deildarinnar með 23 stig og hefur tveggja stiga forskot á Breiðablik sem leikur við Val á Kópavogsvellinum þessa stundina. 

Breiðablik getur endurheimt toppsætið með sigri í þeim leik, en Valur hefur hins vegar 19 stig í þriðja sæti deildarinnar og Stjarnan kemur þar á eftir með 16 stig.

ÍBV fjarlægðist svo fallsvæði deildarinnar með því að leggja Selfoss að velli með einu marki gegn engu á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 

Það var Sigríður Lára Garðarsdóttir sem skoraði mark ÍBV undir lok fyrri hálfleiks. ÍBV hefur 11 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir þennan sigur, en Selfoss er í áttunda sæti með átta stig.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Íslenski boltinn

Þróttur búinn að ráða þjálfara

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Þrjár reyna við heimsleikana

Auglýsing