Fótbolti

Þór/KA leikur úrslitaleik við Ajax

Þór/KA leikur hreinan úrslitaleik við hollenska liðið Ajax um sæti í 32 liða úrslitum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Þetta varð ljóst eftir 3-0-sigur liðsins gegn írska liðinu Wexford Youths í annarri umferð í undanriðlum keppninnar.

Arna Sif Ásgrímsdóttir og félagar hennar hjá Þór/KA lögðu Wexford Youths að velli í leik liðanna í kvöld. Fréttablaðið/Þórsteinn

Þór/KA hafði betur, 3-0, þegar liðið mætti írska liðinu Wexford Youths í annarri umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í Belfast í Norður-Írlandi í kvöld. 

Norðankonur hófu leikinn af miklum krafti og Sandra María Jessen og Hulda Björg Hannesdóttir voru búnar að koma liðinu tveimur mörkum fyrir eftir tæplega tíu mínútna leik. 

Hulda Ósk Jónsdóttir bætti svo þriðja marki Þórs/KA við þegar um það bil tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Þar við sat og sannfærandi sigur Þórs/KA staðreynd. 

Þór/KA og Ajax eru bæði taplaus eftir fyrstu tvær umferðir riðlakeppninnar, en einungis efsta lið riðilsins kemst áfram í 32 liða úrslit keppninnar. Liðin leika þar af leiðandi hreinan úrslitaleik um að komast áfram í útsláttarkeppnina á mánudaginn kemur. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Langar að koma mér aftur í landsliðið

Fótbolti

Heimir sagður í við­ræðum við lið í Katar

Fótbolti

Norrköping heldur áfram að leita upp á Akranes

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Auglýsing