Íslenski boltinn

Þór/KA fær sænskan markvörð

Þór/​KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari í knatt­spyrnu kvenna samdi við sænska markvörðinn Johanna Henriks­son áður en lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti í nótt.

Leikmenn Þórs/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust. Mynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari í knatt­spyrnu kvenna samdi við sænska markvörðinn Johanna Henriks­son áður en lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti í nótt.

Henriks­son kemur til Þórs/KA frá kýp­verska fé­lag­inu Appollon Limassol, en þar áður var hún vara­markvörður hjá sænska fé­lag­inu Kristianstad DFF sem spil­ar und­ir stjórn Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir sem lagði hanskana tímabundið á hilluna síðasta haust hefur varið mark Þórs/KA í sumar eftir að Helena Jóns­dótt­ir sleit kross­band í hné í úrslitaleik Lengjubikarins.  

Johanna mun veita Bryndísi Láru samkeppni um markmannstöðuna hjá Þór/KA sem trónir á toppi Pepsi-deildarinnar ásamt Breiðabliki með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenski boltinn

HK náði fimm stiga forskoti á Þór

Íslenski boltinn

ÍBV færist nær fjórða sætinu

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Auglýsing