Íslenski boltinn

Þór/KA fær sænskan markvörð

Þór/​KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari í knatt­spyrnu kvenna samdi við sænska markvörðinn Johanna Henriks­son áður en lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti í nótt.

Leikmenn Þórs/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust. Mynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þór/KA sem er ríkjandi Íslandsmeistari í knatt­spyrnu kvenna samdi við sænska markvörðinn Johanna Henriks­son áður en lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti í nótt.

Henriks­son kemur til Þórs/KA frá kýp­verska fé­lag­inu Appollon Limassol, en þar áður var hún vara­markvörður hjá sænska fé­lag­inu Kristianstad DFF sem spil­ar und­ir stjórn Elísa­bet­ar Gunn­ars­dótt­ur.

Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir sem lagði hanskana tímabundið á hilluna síðasta haust hefur varið mark Þórs/KA í sumar eftir að Helena Jóns­dótt­ir sleit kross­band í hné í úrslitaleik Lengjubikarins.  

Johanna mun veita Bryndísi Láru samkeppni um markmannstöðuna hjá Þór/KA sem trónir á toppi Pepsi-deildarinnar ásamt Breiðabliki með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Íslenski boltinn

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Íslenski boltinn

Jón Þór nýr landsliðsþjálfari

Auglýsing

Nýjast

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Jón Þór: Eigum að stefna á að komast á stórmót

Hittu „drottningu fimleikanna“

Auglýsing