Argentínski stjörnu­fram­herjinn Gonza­lo Higu­ain hefur á­kveðið að láta gott heita eftir yfir­standandi tíma­bil í MLS deildinni. Higu­ain hefur gert frá­bæra hluti á sínum ferli, upp­lifað miklar hæðir en á blaða­manna­fundinum snerti hann á mál­efni sem hefur setið í honum, það hvernig á­kveðnir aðilar hella úr skálum reiði sinnar yfir leik­menn á sam­fé­lags­miðlum.

Higu­ain gerði frá­bæra hluti með stór­liðum í evrópskri knatt­spyrnu líkt og Real Madrid, Juventus, Napoli og Chelsea. Síðustu ár síns knatt­spyrnu­ferils hefur hann eytt hjá Inter Miami í Banda­ríkjunum. Hann greindi tár­votur frá á­kvörðun sinni um að leggja skóna á hilluna á blaða­manna­fundi í gær.

Það er greini­legt að Higu­ain hefur átt erfitt upp­dráttar and­lega undan­farið því hann sá sig knúinn til þess að opna sig um mál sem hefur látið hann þjást.

„Það er eitruð menning í kringum knatt­spyrnu á sam­fé­lags­miðlum," sagði hann á blaða­manna­fundinum. „Þið getið ekki í­myndað ykkur hve mikill eyði­leggingar­máttur harðra at­huga­semda á sam­fé­lags­miðlum getur verið. Ég þjáðist, fjöl­skyldan mín hjálpaði mér. Margir ættu að hugsa sig um áður en þeir ráðast á fólk á sam­fé­lags­miðlum - Þetta er mjög al­var­legt um­ræðu­efni," sagði Higu­ain á blaða­manna­fundi í gær.

Hann á nú að minnsta kosti tvo leiki eftir á sínum knatt­spyrnu­ferli en með hag­stæðum úr­slitum mun Inter Miami takast að tryggja sér sæti í úr­slita­keppni MLS deildarinnar og vinna sér inn auka­leiki