Sean Dyche, fyrrum knattspyrnustjóri Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá enska knattspyrnufélaginu Burnley var á dögunum í ítarlegu viðtali við BBC þar sem hann talaði meðal annars um tíma sinn sem knattspyrnustjóri Watford þar sem goðsagnakenndi tónlistarmaðurinn Sir Elton John er heiðursforseti.

Dyche segir Elton John hafa fundið viðurnefni á sig á sínum tíma og að í hvert skipti sem þeir hittust hafi Elton alltaf heilsað honum á sama máta.

Sean Dyche er nú án félags

„Hann kallaði mig alltaf engilinn sinn og elskuna sína," sagði Dyche í samtali við BBC.

Dyche, sem hefur jafnan verið sagður harðhaus í tengslum við enska knattspyrnu segist hafa hitt Elton John nokkrum sinnum og að alltaf hafi hann heilsað honum eins.

„'Engillinn minn, ástin mín' var það sem hann kallaði mig alltaf. Þarna væri engillinn hans og ástin hans, svo fékk ég alltaf stórt knús eftir það."