Dagur tvö í dóms­sal í máli fyrrum knatt­spyrnu­stjörnunnar Ryan Giggs stendur nú yfir og verið er að spila yfir­heyrslur lög­reglu frá árinu 2020 á Kate Grevil­le, fyrrum kærustu Ryan Giggs sem sakar hann um of­beldi, bæði líkam­legt sem og and­legt.

Mynd­bandið af yfir­heyrslum lög­reglu á Grevil­le spannar tæpar tvær klukku­stundir og þar segir hún frá á­sökunum sínum og meintum brotum Giggs.

Þar með talið segir hún frá at­viki sem varð til þess að hún á­kvað að yfir­gefa Giggs fyrir fullt og allt. Hún gluggaði í spjald­tölvu Giggs og sá þar að eigin sögn hrylling sem hafi verið veri en hún hefði geta í­myndað sér.

,,Raun­veru­leikinn var sá að á meðan að sam­bandi okk­kar stóð hafði hann átt í ástar­sam­bandi við átta aðrar konur, sam­bönd sem höfðu átt sér sam­fellt stað frá árinu 2014. Þarna var þetta fyrir framan mig svart á hvítu," segir Grevil­le í yfir­heyrslu hjá lög­reglunni árið 2020.

Þá hafi hún séð niðrandi skila­boð um sjálfa sig sem Giggs skrifaði til vina sinna.

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United og goðsögn í sögu félagsins er sakaður um ofbeldi gagnvart fyrrum kærustu sinni, Kate Greville. Auk þess er hann sakaður um að hafa beitt hana stjórnandi og þvingandi hegðun.

The Athletic hefur tekið saman allar ásakanirnar á hendur Giggs og eru þær eftirfarandi auk meintrar árásar sem á að hafa átt sér stað í nóvember árið 2020:

  • Að hafa sent fyrrum kærustu skilaboð, og/eða blokkað hana þegar að hún var úti að skemmta sér með vinkonum sínum.
  • Hótaði að senda tölvupósta á vini hennar sem og samstarfsmenn um kynferðislegar athafnir þeirra og hegðun.
  • Hent henni (Greville) og eigum hennar út úr húsinu þegar að hún spurði Giggs út í samband hans við aðrar konur.
  • Á Stafford hótelinu í Lundúnum, hafi hann sparkað í bak hennar, hent henni út úr herberginu án klæða og í kjölfarið hent tösku hennar í hana eftir að Greville sakaði Giggs um að hafa reynt við aðrar konur.
  • Ítrekað sent óæskileg skilaboð og hringt óæskileg símtöl til hennar og vina hennar þegar að hún reyndi að slíta sambandi þeirra.
  • Mætti ítrekað óumbeðinn á heimili hennar, vinnustað sem og líkamsræktarstöð eftir að hún reyndi að binda enda á samband þeirra.

Giggs hefur neitað sök í öllum liðum en undanfarna mánuði hefur hann verið laus gegn tryggingu gegn ákveðnum skilyrðum. Hann hefur ekki mátt setja sig í samband við Kate Greville né Emmu systur hennar.