Leikmannahópur A-landsliðs kvenna, fyrir Pinatar Cup 2023 æfingamótið sem haldið verður dagana 15.-21 febrúar næstkomandi í San Pedro del Pinatar á Spáni, verður opinberaður í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í dag.

Um er að ræða fyrsta landsliðshóp kvennalandsliðsins eftir að landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi, Sara Björk Gunnarsdóttir greindi frá ákvörðun sinni um að leggja landsliðsskóna á hilluna en hún lék 145 A-landsleiki á sínum landsliðsferli.

Reynsluboltar hafa á undanförnu ári ákveðið að láta gott heita á landsliðsferli sínum og er það í höndum landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar að finna út úr því hvernig best verður fyrir landsliðið að taka næstu skref.

Í því verkefni eru æfingamót á borð við Pinatar Cup afar góð fyrir liðið en Ísland mun á mótinu mæta landsliðum Skotlands, Wales og Filipseyjum