Max Ver­stappen, tvö­faldur heims­meistari í For­múlu 1 og öku­maður Red Bull Ra­cing er öku­maður ársins í vali öku­manna For­múlu 1 fyrir tíma­bilið 2022. Frá þessu greinir vef­síðan F1.com.

Hollendingurinn fljúgandi var í sér­flokki á síðasta tíma­bili í bíl Red Bull Ra­cing og varði heims­meistara­titil sinn í flokki öku­manna. Þetta reyndist annar heims­meistara­titill öku­mannsins.

Þar að auki varð Red Bull Ra­cing heims­meistari í flokki bíla­smiða og því Ver­stappen tvö­faldur meistari.

Kosning öku­manna fól í sér sama stiga­kerfi og notast er við í For­múlu 1 keppnum. Öku­maður sem settur var í fyrsta sæti fékk því 25, öku­maður í 2. sæti 18 stig og svo koll af kolli þar sem öku­maður í 10.sæti fékk 1 stig.

At­hygli vekur að allir öku­menn nema sjö­faldi heims­meistarinn Sir Lewis Hamilton, öku­maður Mercedes, tóku þátt í valinu á öku­manni ársins.

Topp tíu ökumenn ársins í vali ökumanna:

1.Max Verstappen
2.Charles Leclerc
3.Lewis Hamilton
=3. George Russell
5. Lando Norris
6.Fernando Alonso
7.Carlos Sainz
8. Alex Albon
=8.Sebastian Vettel
=8.Sergio Perez