Ís­lenska kvenna­lands­liðið er á leiðinni á EM á Eng­landi og af því til­efni verður blásið til opinnar æfingar á Laugar­dals­velli í dag klukkan 11:00. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Knatt­spyrnu­sam­bandi Ís­lands.  

Eftir æfingu gefa leik­menn eigin­handar­á­ritanir og þá geta stuðnings­menn liðsins fengið myndir af sér með leik­mönnum. ,,Við hvetjum alla stuðnings­menn og konur til að mæta og kveðja lands­liðið," segir í til­kynningu frá KSÍ.  

Hliðin á Laugar­dals­velli opna fyrir gestum klukkan 10:30.

Ís­land er í riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakk­landi á Evrópu­mótinu en liðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu sunnu­daginn 10. júlí. Hins vegar er næsti leikur liðsins vin­áttu­leikur gegn Pól­landi ytra á mið­viku­daginn.