Ísland leikur síðasta leik sinn undir stjórn Erik Hamrén gegn Englendingum á Wembley í kvöld á vellinum sem Hamrén kallaði mekka á blaðamannafundi Íslands í gær.

Sænski þjálfarinn lætur af störfum eftir leikinn eftir rúmlega tvö ár í starfi sem þjálfari karlalandsliðsins. Þetta er síðasti leikur Íslands í Þjóðardeildinni í bili og eru Strákarnir okkar enn í leit að okkar fyrsta stigi í Þjóðadeildinni.

Á blaðamannafundinum í gær fór Hamrén fögrum orðum um heimavöll Englendinga og tækifærið sem biði þeirra leikmanna sem væru að stíga fyrstu skref sín með landsliðinu.

Þá sagði Hamrén að Wembley væri nokkurs konar mekka fótboltans og sem ungum dreng hefði hann dreymt um að spila á vellinum. Hann hafi fylgst með úrslitaleikjum enska bikarsins þar sem krakki í Svíþjóð.

Þetta verður í annað sinn sem Hamrén stýrir liði á Wembley. Árið 2011 mætti Svíþjóð undir stjórn Hamrén Englandi sem þá var stýrt af Fabio Capello í æfingarleik á Wembley. Leiknum lauk með 1-0 sigri Englendinga.