Íris Dögg Gunnarsdóttir var í dag kölluð inn í A-landslið kvenna og standa vonir til að hún komi til móts við hópinn seinni partinn á morgun.

Íris kemur inn í stað Telmu sem meiddist á æfingu kvennalandsliðsins á dögunum.

Það er því önnur breytingin sem Þorsteinn Halldórsson hefur þurft að gera á liði sínu vegna meiðsla hjá markmanni.

Áður var Cecilía Rán Rúnarsdóttir búin að meiðast á æfingu kvennalandsliðsins og kom Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving inn í hennar stað.

Í yfirlýsingu KSÍ kemur fram að Íris eigi að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands ásamt því að leika 114 leiki í efstu deild á Íslandi.