Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur bætt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur, leikmanni Vals, við leikmannahópinn sem æfir nú hér heima fyrir síðari leikinn gegn Slóveníu.

Stelpurnar okkar mæta Slóvenum í seinni leik liðanna um laust sæti á HM 2021 á Ásvöllum annað kvöld kl. 19:45.

Slóvenía hafði betur 24-14 í fyrri leik liðanna og því er verðugt verkefni fyrir íslenska liðið að snúa taflinu sér í vil