Enski boltinn

O'Neill snýr aftur til Nottingham

Gömul hetja sest í stjórastólinn hjá Nottingham Forest.

Martin O'Neill hefur ekki þjálfað félagslið síðan 2013. Fréttablaðið/Getty

Martin O'Neill verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri Nottingham Forest. Hann tekur við stjórastarfinu af Aitor Karanka.

O'Neill lék í tíu ár með Forest (1971-81) og varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með liðinu.

Hinn 66 ára gamli O'Neill hætti sem þjálfari írska landsliðsins í nóvember á síðasta ári. Hann stýrði Írum í fimm ár.

O'Neill hefur einnig þjálfað Leicester City, Celtic, Aston Villa og Sunderland auk annarra liða á löngum ferli.

Forest er í 9. sæti ensku B-deildarinnar, fjórum stigum frá sæti í umspili. Næsti leikur liðsins er gegn Bristol City á laugardaginn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Enski boltinn

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Fótbolti

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Auglýsing

Nýjast

Boateng til Barcelona

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Auglýsing