Leikarnir fara fram dagana 4. febrúar til 20. febrúar í Peking. Áhorfendur verða ekki leyfðir á leikunum og þá þurfa keppendur að fylgja ströngum skilyrðum sem eru sett vegn kórónuveirufaraldursins.

Ómíkron afbrigði veirunnar hefur verið að dreifast hratt um heimbyggðina og ríki heims hafa verið að grípa til mismunandi takmarkana til þess að sporna við dreifingu hennar.

Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, segir Vetrarólympíuleikana fara fram samkvæmt áætlun. ,,Þessar aðstæður munu klárega fela í sér áskoranir fyrir okkur til þess að reyna sporna við og hemja dreifingu veirunnar. Ég er þó fullviss um að Kína geti haldið Vetrarólympíuleikana samkvæmt áætlun," sagði Zhao Lijian á blaðamannafundi í morgun.