Magdeburg með Ómar Inga Magnússon og Gísla Þorgeir Kristjánsson innanborðs er þýskur meistari eftir fimm marka sigur á Balingen í kvöld. Með því getur Kiel ekki lengur náð Magdeburg þótt að Kiel eigi þrjá leiki eftir.

Þetta er annar meistaratitillinn í sögu félagsins og sá fyrsti í 21 ár eða síðan Ólafur Stefánsson og félagar unnu meistaratitilinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Magdeburg var búið að vinna síðustu sjö leiki og þurfti aðeins að vinna einn af síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sér langþráðan meistaratitil.

Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg með níu mörk og bætti Gísli Kristján við fjórum mörkum fyrir heimamenn.