Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon verður frá næstu mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla á hæl. Óvíst er hvort að hann komi meira við sögu hjá Magdeburg.
Félagið greindi frá þessu á samskiptamiðlum sínum í dag en Ómar Ingi hefur verið einn besti leikmaður liðsins og besti handboltamaður heims undanfarin ár.
Þar kemur fram að Ómar hafi farið í aðgerð í gær vegna meiðslanna og að það sé ekki víst hvenær hann snúi aftur inn á völlinn en það verði líklegast ekki á þessu tímabili.
Þjálfari liðsins, Bennet Wiegert, segir eftirsjá á eftir Ómari enda sé hann mikilvægur leikmaður í sókn og vörn.