Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk og gaf þar að auki þrjár stoðdendingar þegar lið hans, Magdeburg fór með 28-25 sigur af hólmi gegb Füchse Berlin, 28:25, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handbolys karla í Mannheim í kvöld

Þetta eru fyrstu sigur Magdeburg í Evrópukeppni frá árinu 2007 en Gísli Þorgeir Kristjánsson er einnig á mála hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Magdeburg hóf leikinn betur og var með sjö marka forskot, 15-8. í hálfleik. Að lokum munaði svo þremur mörkum á liðunum.

Ýmir Örn Gíslason og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen unnu svo leikibb um þriðja sætið en liðið lagði Wisla Plock að velli í þeim leik. Ýmir Örn skoraði eitt mark í leiknum og var öflugur í varnarleiknum að vanda.