Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó greindu frá því í dag að heildarkostnaður leikanna hafi verið 13,6 milljarðar Bandaríkjadala eða um 1,77 billjónir íslenskra króna.

Það er 1,8 milljörðum dollara minna en gert var ráð fyrir þrátt fyrir viðbótarkostnaðinn við að fresta leikunum um eitt ár.

Gert var ráð fyrir að miðasölutekjur myndu færa um 800 milljónir dala en að sögn skipuleggjenda gerði áhorfendabannið það að verkum að það var hægt að fækka verulega í fjölda starfsmanna.

Um leið hafi ýmsar framkvæmdir reynst ódýrari en áætlað var í fyrstu. Stjórnarandstaðan í Tókýó hefur fullyrt að þarna sé farið með rangt mál og að raunverulegur kostnaður sé tvöfalt hærri.

Von er á opinberri skýrslu þar sem heildarkostnaðurinn kemur fram á nýju ári.