Yos­hi­hid­e Suga, for­sæt­is­ráð­herr­a Jap­ans, hef­ur til­kynnt að neyð­ar­á­stand­i verð­i lýst yfir í höf­uð­borg­inn­i Tók­ý­ó frá mán­u­deg­i sem stendur til 22. ág­úst. Þett­a er í fjórð­a skipt­i sem lýst er yfir neyð­ar­á­stand­i í land­in­u vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins. Á þriðj­u­dag greind­ust 896 smit í Tók­ý­ó sem er 27% aukn­ing frá því í síð­ust­u viku.

Þett­a hef­ur að öll­um lík­ind­um þau á­hrif að fáir eða eng­ir á­horf­end­ur verð­a á leik­un­um, að minnst­a á stærst­u at­burð­un­um í Tók­ý­ó. Skip­u­leggj­end­ur leik­ann­a, Al­þjóð­a­ól­ymp­í­u­nefnd­in og jap­önsk yf­ir­völd fund­a um fjöld­a á­horf­end­a síð­ar í dag. Þeg­ar er búið að selj­a 3,5 millj­ón­ir miða á leik­an­a sem hefj­ast 23. júlí og stand­a til 8. ág­úst.

Ólymp­í­u­leik­arn­ir áttu að fara fram í fyrr­a en var frest­að vegn­a far­ald­urs­ins.
Fréttablaðið/AFP

Í síð­ast­a mán­uð­i til­kynnt­u skip­u­leggj­end­ur Ólymp­í­u­leik­ann­a að tak­mörk­uð­um fjöld­a jap­anskr­a á­horf­end­a yrði leyft að mæta á við­burð­i, aldr­ei fleir­um en tíu þús­und manns. Í mars var á­kveð­ið að á­horf­end­ur frá öðr­um lönd­um fengj­u ekki að koma á leik­an­a.

Nú er stöð­ug­ur straum­ur í­þrótt­a­fólks til Tók­ý­ó. Ferð­a­frels­i þess er mjög skert og í­þrótt­a­fólk þarf að gang­ast und­ir regl­u­leg COVID-próf.

Al­menn­ing­ur í Jap­an hef­ur tals­verð­ar á­hyggj­ur af því að smit ber­ist inn í land­ið með í­þrótt­a­fólk­i en hing­að til hafa þrír með­lim­ir er­lendr­a keppn­is­lið­a greinst smit­að­ir.