Í fyrstu var víða áhugi á því að hýsa Ólympíuleikana 2032 og lýstu borgir í Indlandi, Indónesíu, Katar, Spáni og Þýskalandi því yfir að þau myndu sækja um að halda leikana.

Brisbane var hinsvegar eina borgin sem lagði fram gögn og sótti formlega um og kom því ekkert annað til greina.

Um leið er ljóst að Paralympics fer fram í Ástralíu í annað sinn í sögunni eftir að keppnin var sett á laggirnar árið 1960.

Ólympíuleikarnir fóru fyrst fram í Ástralíu í Melbourne árið 1956 og síðar í Sydney árið 2000 sem þóttu heppnast afskaplega vel.

Vilhjálmur Einarsson varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikunum árið 1956 þegar hann fékk silfur í þrístökki.

Vala Flosadóttir vann svo til bronsverðlauna í stangastökkvi í Sydney um aldarmótin.

Áætlað er að leikarnir muni kosta Brisbane fimm milljarði dala en skila um sautján milljörðum dala inn í hagkerfið á svæðinu.

Það var fagnað með flugeldasýningu við höfnina í Brisbane
fréttablaðið/getty