Nýsjálenski Ólympíufarinn Olivia Podmore fannst látin á heimili sínu á mánudag. Hún var 24 ára gömul. Dauði hennar er mikið áfall fyrir liðsfélaga hennar og íþróttaheiminn í Nýja Sjálandi.

Olivia keppti í hjólreiðum á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 en tókst ekki að tryggja sér keppnisrétt á leikunum í ár. Hún hefur þótt mjög efnileg hjólreiðakona.

Dánarorsökin eru ekki enn þekkt en andlát hennar bar að stuttu eftir Instagram-færslu þar sem hún lýsir pressunni sem fylgir því að vera íþróttakona í hæsta klassa.

Búið er að eyða færslunni en í henni stóð: ,,Íþróttir eru mögnuð útrás fyrir svo marga, það er strit, það þarf að berjast en það er svo gleðilegt.

Tilfinningin af því að vinna er ólík nokkru öðru en það að tapa, það að vera ekki valinn þrátt fyrir að uppfylla skilyrðin, að vera meiddur, að mæta ekki væntingum eins og að eiga hús, gifta sig, eignast börn, allt af því þú ert að reyna að gefa allt sem þú hefur til íþróttar sem er líka ólík öllu öðru."