Hlauparinn og ólympíufarinn Deon Lendore, lést af slysförum eftir bílslys í Texas fylki í Bandaríkjunum á mánudaginn.

Deon var að keyra heim á leið eftir æfingu hjá sér þegar að hann missti stjórn á bifreið sinni sem fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti framan á annari bifreið.

Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi og 65 ára gamall bílstjóri hins bílsins hlaut lífshættulega áverka.

Deon var frá Trinidad og Tóbago en búsettur í Bandaríkjunum. Hann var NCAA meistari og varð framhaldsskólameistari tólf sinnum. Þá hafði hann keppt á síðustu þremur Ólympíuleikum fyrir Trinidad og Tóbago og vann til bronsverðlauna á leikunum árið 2012 í boðhlaupi í London.

,,Hann endurspeglaði von og gleði í hvert einasta skipti sem fætur hans stigu á hlaupabrautina," sagði íþróttamálaráðherra Trinidad og Tóbago eftir að andlát Deons hafði verið tilkynnt.

Deon Lendore, lengst til hægri, er þarna með boðhlaupssveit Trinidad og Tóbago sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum 2012
GettyImages