Langhlauparinn Agnes Jebet Tirop frá Kenýa fannst látin á heimili sínu í vikunni, rúmum tveimur mánuðum eftir að hún keppti fyrir hönd þjóðar sinnar í 5000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Formaður frjálsíþróttasambandsins Kenýa, Barnaba Korir, staðfesti að Tirop hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa verið stungin í kviðinn.

Korir bætti við að eiginmaður hennar væri grunaður um verknaðinn.

Tirop lenti í fjórða sæti á Ólympíuleikunum þegar hún kom í mark á 14:39,62, þremur sekúndum á eftir Sifan Hassan sem vann gullverðlaunin.

Tirop van tvisvar til bronsverðlauna á HM í frjálsum og bætti á dögunum nítján ára gamalt heimsmet í tíu kílómetra hlaupi þegar hún kom í mark á 30:01.

Með því tókst Tirop að bæta fyrra metið um 28 sekúndur.