Það var taumlaus gleði í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld. Þátturinn er sýndur alla föstudaga og hefur notið vinsælda.

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV og Bragi Þórðarson, Formúlu lýsandi voru gestir hjá Benna.

Rætt var um Ómar Inga Magnússon leikmenn SC Magdeburg sem er líklegur til þess að verða íþróttamaður ársins

„Núna á ég eftir að kjósa um það, við viljum ekki skekkja veðbanka. Hann hefur átt annað frábært ár, besti leikmaður þýsku deildarinnar. Verður Heimsmeistari félagsliða," segir Einar Örn sem er fyrrum landsliðsmaður í handbolta.

Einar segir að hægt sé að gera kröfu á íslenska landsliðið á stórmótinu í janúar. Umræðan er í heild hér að neðan.