Það þurfti kast upp á 62,93 metra kast til að komast áfram í tólf manna úrslitin á laugardaginn en Guðni fékk ekkert kast dæmt gilt.

Lengsta kastið í Tókýó í nótt var frá Daniel Ståhl frá Svíþjóð sem kastaði 66,12 metra. Daniel vinnur undir leiðsögn Vésteins Hafsteinssonar.

Lengsta kast og Íslandsmet Guðna er talsvert betra en það eða 69,35 metrar en hann var ekki upp á sitt besta í Tókýó í nótt.

Guðni var annar tveggja þátttakenda sem öll köstin voru ekki dæmd gild ásamt Lawrence Okoye frá Bretlandi.

Þar með hafa allir Íslendingar lokið þátttöku á Ólympíuleikunum þegar rúmlega vika er eftir af leikunum.

Besta árangrinum náði Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem lenti í 22. sæti í undanrásunum í 200 metra skriðsundi kvenna.