Knattspyrnudeild Selfoss hefur tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar og leiki í dag vegna Covid-smits í félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu deildarinnar.

Forráðamenn deildarinnar eru að bíða eftir frekari upplýsingum frá smitrakningu og á meðan beðið þykir þeim öruggast a sýna ábyrgð og hafa enga starfsemi á þeirra vegum í dag.

Starfsfólk Selfoss verður á svæðinu og tekur á móti þeim iðkendum sem ekki fá fyrrgreind skilaboð.