Öll sex ensku liðin sem höfðu til­kynnt um þátttöku í stofnun ofur­deildarinnar svo­kölluðu eru hætt við. Þetta er ljóst nú í kvöld en fé­lögin gáfu öll út sínar eigin til­kynningar um málið.

Áður höfðu fregnir borist af því að Chelsea og Manchester City væru hætt við. Að­dá­endur Chelsea mót­mæltu á­formunum harð­lega fyrir utan völl liðsins í kvöld þar sem Chelsea mætti Brig­hton.

Nú hafa Manchester United, Arsenal, Totten­ham og Liver­pool öll sent frá sér til­kynningu vegna málsins, auk liðanna tveggja sem nefnd voru fyrr í fréttinni. Þar segjast þau öll nú vera hætt við.

Arsenal gengur hvað lengst og biðst einfaldlega afsökunar. Segir málið hafa verið mistök.

Til­kynningar liðanna: