Í­þrótta­frétta­maðurinn marg­reyndi, Guð­jón Guð­munds­son, segir að öll helstu hand­bolta­lið heims reyni nú að kló­festa ís­lenska lands­liðs­manninn Gísla Þor­geir Kristjáns­son, leik­mann Mag­deburg í Þýska­landi.

Frá þessu greinir Gaupi í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter en það skyldi engan undra að kraftar Gísla Þor­geirs séu eftir­sóttir, enda einn besti hand­bolta­maður heims um þessar mundir.

„Öll bestu lið heims vilja nú kló­festa Gísla Þor­geir Kristjáns­son. Barcelona, PSG og Kiel. Mag­deburg reynir nú allt sem þeir geta að halda Gísla,“ skrifar Gaupi meðal annars í færslu sinni á Twitter.

Gísli Þor­geir hefur verið á mála hjá Mag­deburg síðan árið 2020 og unnið þar alla helstu titla sem í boði eru. Þar áður hafði hann verið á mála hjá Kiel en fé­lagið sagði upp samningi hans á sínum tíma eftir meiðsla­vand­ræði Gísla.

For­vitni­legt verður að fylgjast með fram­vindu mála hjá þessum öfluga ís­lenska hand­bolta­manni á næstunni.