Atvinnukylfingurinn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir spilaði ann­an hring­inn á opna banda­ríska meist­ara­mót­inu í dag. Mótið er eitt af risamótum ársins.

Ólafía Þórunn lék hringinn í dag á 74 högg­um sem er fjór­um högg­um yfir pari vallarins.

Henni gekk mun betur á fyrsta hringnum í gær en leikið er á Char­lest­on í Suður-Karólínu. Þann hring lék hún á pari vallarins. Ólíklegt verður að telja að skorið muni duga Ólafíu til þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu.

Hún er eins og sakir standa í kringum 100. sætið á mótinu en þó nokkrir kylfingar eiga eftir að klára annan hringinn. Miðað er við að niðurskurðuarlínan verði við það að leika á tveim­ur yfir pari.