Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í stað Heimis Guðjónssonar sem lét af störfum fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valsmönnum.

Sæti Heimis hafði verið ansi heitt undanfarið eftir slæmt gengi í Bestu deild karla. Í gær tapaði Valur gegn nýliðum ÍBV, 3-2. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar en markið var sett mun hærra, enda leikmannahópurinn góður.

Ólafur Jóhannesson var látinn fara frá FH fyrr í sumar eftir slæmt gengi. Ólafur náði frábærum árangri með Val er hann stýrði liðinu á árunum 2014 til 2019, áður en Heimir tók við. Valur varð til að mynda Íslandsmeistari 2017 og 2018.