Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH í knattspyrnu neitaði því að taka við danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg samkvæmt heimildum Ekstra Bladet.

Esbjerg situr í næstneðsta sæti deildarinnar með níu stig eftir tólf umferðir en liðið sagði nýverið John Lamm­ars upp störfum sem þjálfara liðsins og er í þjálfaraleit.

Fréttablaðið spurði Ólaf Helga um það hvort viðræður hefðu átt sér stað milli hans og Esbjerg um starfið. „ Það er bara nó komment á það," sagði hann við forvitni Fréttablaðsins.

FH varð í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar í haust og laut í lægra haldi fyrir Víkingi í bikarúrslitum. Ólafur Helgi hefur áður starfað í Danmörk en hann stýrði Randers og Nordsjælland áður en hann kom heim í Hafnarfjörðinn fyrir tímabilið 2018.