Ólafur Guðmundsson hefur lokið leik með íslenska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Meiðsli koma í veg fyrir frekar þáttöku Ólafs.
Ísland hefur leik í milliriðli í dag en Ólafur sem leikur með Montepllier í Frakklandi hefur lokið keppni.
„Drauma HM endaði ekki alveg eins og ég hafði vonað, því miður er mótið búið fyrir mig vegna meiðsla á læri. Þvílík upplifun að fá að spila stórmót á sínum heimavelli og með þennan stuðning," skrifar Ólafur.
„Eitthvað sem ég er ótrúlega þakklátur fyrir og mun aldrei gleyma! Nú mun ég gera eins og restin að þjóðinni og standa við bakið á strákunum því þetta er rétt að byrja.“
Ólafur fylgist því með restinni úr stúkunni eða heiman frá sér, Ísland mætir Grænhöfðaeyjum í dag og svo er það stórleikur við Svía a föstudag.