Ólafur Ólafsson leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta er staddur með liðinu í Sviss þar sem liðið mætir heimamönnum í lokaleik í riðlakeppni í forkeppni fyrir undankeppni Evrópumótsins árið 2021.

Eftir æfingar reyna leikmenn liðsins gjarnan fyrir sér í skotum úr óvenjulegum og erfiðum aðstæðum. Fyrir útileik íslenska liðsins gegn Portúgal hitti Ægir Þór Steinarsson til að mynda skoti sínu yfir allan völlinn.

Nú vildi Ólafur ekki vera minni maður og tók skot sitjandi af varamannabekk sem ratað beint ofan í körfuna. Skotið sem Ólafur framkvæmdi má sjá hér að neðan: