Íslenski boltinn

Ólafur Ingi á heimleið eftir HM

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika hér heima í Pepsi-deildinni eftir að heimsmeistaramótinu lýkur.

Ólafur Ingi Skúlason í leik með Íslandi gegn Perú. Fréttablaðið/Getty

Ólafur Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun að öllum líkindum leika hér heima í Pepsi-deildinni eftir að heimsmeistaramótinu sem hefst í Rússlandi eftir tæpan mánuð lýkur.

Þetta segir Ólafur Ingi í samtali við fotbolta.net þar sem hann segist ekki vera búinn að ákveða með hvaða liði hann myndi spila. Ólafur Ingi er uppalinn hjá Fylki, en hann fór frá liðinu árið 2001 þegar hann gekk til liðs við Arsenal. 

Ólafur Ingi hefur leikið erlendis síðan árið 2001, en hann lék sem lánsmaður hjá Fylki árið 2003. Ólafur Ingi kveðst munu taka ákvörðun um næsta áfangastað sinn á ferlinum á næstu vikum.   

 Ég reikna með að spila hérna heima. Fjölskyldan er heima og ég hef verið úti í tvö ári án þeirra. Það er allt opið og ég hef ekki klárað neitt. Ég mun taka ákvörðun á næstu vikum eða bara eftir HM," sagði Ólafur Ingi í samtali við fotbolta.net.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Sigríður Lára til toppliðsins í Noregi

Íslenski boltinn

Tíu vanmetnustu leikmenn Pepsi-deildar karla

Fótbolti

„AZ Alkmaar hefur lengi haft augastað á mér“

Auglýsing

Nýjast

Sara reyndist vera rifbeinsbrotin

Atletico setti fjögur í leiknum um Ofurbikarinn

Stjarnan í bikar­úr­slit eftir sann­færandi sigur á FH

Mæta Króötum í undanúrslitunum á EM U18

Tap í lokaleik Íslands í riðlinum

De Bruyne þurfti á hækjum að halda

Auglýsing